Fréttir

Sorg og börn

Séra Kristján Björnsson mun í samráði við Barnaskólann á Stokkseyri og Eyrarbakka og leikskólann Brimver/Æskukot halda fund í salnum í Barnaskólanum á Stokkseyri miðvikudaginn 1. nóvember kl. 17.30 um sorg og börn. Byrjað verður á stuttu erindi um sorgarviðbrögð barna og sorgina okkar við missi barns. Eftir erindið verður umræðutími um efnið sem hvílir sannarlega […]

Sorg og börn Read More »

Kór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Unglingakór BES er að hefja æfingar í næstu viku. Í kórnum verða nemendur í 7. -10.bekk. Þáttaka í kór er val. Skráning í kór fer fram hjá Fríðu ritara. Æfingar verða á mánudögum 14:30-15:10 á Stokkseyri. Margt spennandi er á döfinni fyrir og eftir áramót. 22. október munu kórinn koma fram á súputónleikum í skólanum.

Kór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Read More »

Haustþing KS

Hið árlega haustþing Kennarasambands Suðurlands verður haldið á Hvolsvelli föstudaginn 20. október. Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda: Föstudaginn 20. október  fellur skóli niður vegna haustþingsins. Skólavistin verður opin frá kl. 07:45-16:30 fyrir skráð börn  föstudaginn 20.10.2017 Skólastjóri

Haustþing KS Read More »

Forvarnardagurinn í Árborg

Miðvikudaginn 4. október var Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur um land allt og stóð forvarnarhópur Árborgar fyrir glæsilegri dagskrá eins og síðustu ár. Nemendur í 9. bekk úr grunnskólunum þremur í sveitarfélaginu var skipt upp í hópa þvert á skólana og sóttu hóparnir viðburði og fengu kynningar á ýmsu sem tengist forvörnum á einn eða annan hátt.

Forvarnardagurinn í Árborg Read More »