Fréttir

Góður árangur í Skólahreysti og upplestarkeppninni

Fimmtudaginn 10. mars gerðu nemendur unglingastigs góðar ferðir í Hveragerði og Garðabæ. Þá stóðu nemendur 7. bekkjar sig með prýði í Stóru upplestrarkeppninni og lið BES hafnaði í fjórða sæti í Skólahreysti, einungis tveimur stigum frá verðlaunasæti! Frábær árangur þetta og nemendur til fyrirmyndar í framkomu og fasi hvar sem þeir koma.

Góður árangur í Skólahreysti og upplestarkeppninni Read More »

Fulltrúar BES á Stóru upplestrarkeppninni

Á dögunum fór fram undankeppni nemenda 7. bekkjar BES fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Grunnskólanum í Hveragerði 10. mars næstkomandi. Nemendur stóðu sig með prýði í upplestri sínum og átti dómnefndin sem skipuð var þeim Magnúsi skólastjóra, Sigríði kennara og Halldóru kennara erfitt verk fyrir höndum að velja okkar fulltrúa. Þeir sem þóttu

Fulltrúar BES á Stóru upplestrarkeppninni Read More »

Miðstig BES sigraði í Allir lesa!

Í síðustu viku bárust þær gleðilegu fréttir að miðstig BES hefði sigrað lestarkeppnina í sínum flokki í Allir lesa, landsleikur í lestri sem staðið hefur yfir á þorranum – til hamingju með það og alveg hreint glæsilegur árangur hjá nemendum miðstigsins. Yngsta stigið var svo í fjórða sæti í sama flokki – sannarlega flottur árangur

Miðstig BES sigraði í Allir lesa! Read More »

Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí

Þriðjudaginn 23. febrúar er verkefnadagur kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, nemendur eru í leyfi þann dag. Miðvikudaginn 24. febrúar er viðtalsdagur á Stokkseyri þar sem nemendur og foreldrar funda með umsjónarkennara um sína námsstöðu. Fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. febrúar er svo vetrarfrí. Skólavistin Stjörnusteinar er opin sem hér segir: Þriðjudag kl. 07:45-16:30

Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí Read More »

112 dagurinn er í dag!

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að almannavörnum. Aðstandendur dagsins fræða almenning um almannavarnir og er sérstök áhersla lögð á að fjalla um viðbúnað og viðbrögð almennings við náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og óveður. Neyðarlínan fagnar einmitt 20 ára afmæli um þessar mundir en 1. janúar

112 dagurinn er í dag! Read More »

Öskudagurinn 2016

Kæru forráðamenn! Miðvikudaginn 10. febrúar, ÖSKUDAGINN, verður ýmislegt til gamans gert hér í skólanum. Kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað örlítið! Að venju verður skóladagurinn  ögn styttri og  lýkur hjá öllum kl. 13.15. Þetta gefur öllum tækifæri til að eiga skemmtilegan dag og ferðast á milli staða og syngja fyrir hina og þessa!  Kær kveðja !

Öskudagurinn 2016 Read More »