Vetrarveður í kortunum
Í dag þriðjudag 16.des lýkur skóla kl. 13:15 og fara þá öll börn heim. Jóladansleikir sem vera áttu í dag falla niður. Skólavist verður opin eins og venjulega. Stjórnendur
Smákökudagur á Stokkseyri
Í dag 12. desember komu allir nemendur í 1.-6. bekk með sparinesti. Ljúf og góð jólastemning myndaðist á meðan kjamsað var á gúmmelaðinu, eins og sjá má!
Skólahald fellur niður eftir hádegi miðvikudaginn 10. desember
Vegna versnandi veðurspár lýkur skólastarfi í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í hádeginu í dag. Nemendum á Eyrarbakka hefur verið ekið heim ásamt nemendum frá Stokkseyri. Nemendur 1. – 6. bekkjar fara heim með skólabíl kl. 13:15. Fyrirhuguðum jólaböllum dagsins hefur verið frestað, nánar um nýja dagsetningu síðar. Stjórnendur
Jólin koma – jólaböll
Skólahúsnæði BES hefur tekið stakkaskiptum undanfarna daga en nemendur og starfsmenn hafa skreytt skólana síðustu daga og þannig lagt sitt af mörkum í því verki að lýsa upp heiminn hér á norðurhjaranum. Nemendur og starfsfólk létta sér biðina til jóla með samsöng en jólalögin eru sungin nokkra morgna fram að jólum. Jólaböll fara svo fram […]
Kennsla og skólaakstur með óbreyttum hætti!
Þar sem veðrinu hefur slotað verður allt með eðlilegum hætti í skólanum i dag og skólakstur með venjubundnum hætti! Stjórnendur