Gleðilegt ár!
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegt árs og þakkar það liðna. Sólin er að hækka flugið og spennandi tímar framundan skólanum okkar við ströndina.
Gleðileg jól!
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri senda jóla og ármótakveðjur til nemenda og fjölskyldna þeirra og þakka samstarfið á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst á nýju ári samkvæmt stundaskrá 5. janúar.
Litlu jól 19. desember
Skólastarfi fyrir jól lýkur að venju með jólaskemmtun sem haldin verður á Stokkseyri 19. desember. Nemendur mæta til skóla klukkan 09.00. Dagurinn hefst á hátíðarstund í stofum með umsjónarkennara. Skólabíll fer frá Stokkseyri kl. 8:30 og frá Eyrarbakka kl. 8:45. Í skólastofunni skiptast börnin á jólagjöfum (lítilli vinargjöf) og þurfa því allir að leggja til einn […]
Vetrarveður í kortunum
Í dag þriðjudag 16.des lýkur skóla kl. 13:15 og fara þá öll börn heim. Jóladansleikir sem vera áttu í dag falla niður. Skólavist verður opin eins og venjulega. Stjórnendur
Smákökudagur á Stokkseyri
Í dag 12. desember komu allir nemendur í 1.-6. bekk með sparinesti. Ljúf og góð jólastemning myndaðist á meðan kjamsað var á gúmmelaðinu, eins og sjá má!