Kennaraþing 2. – 3. október
Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Hellu fimmtudaginn 2. október og föstudaginn 3. október. Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda: Fimmtudaginn 2. október lýkur skólastarfi 13:15. Föstudaginn 3. október fellur skóli niður vegna haustþingsins. Skólavistin verður opin frá kl. 07.45-17:00 fyrir skráð börn föstudaginn 03.10.2014 Skólastjóri
9.9. 2014 Norræna skólahlaupið
Í dag fer Norræna skólahlaupið fram.
Skólavökur – skólakynningar
Á næstunni eru fyrirhugaðar skólavökur, einskonar skólakynningar á Eyrabakka og Stokkseyri. Kynning á skólastarfinu á Eyrabakka fer fram miðvikudaginn 1. október kl. 17:30 – 19:00 í húsnæði skólans. Foreldrum, forráðamönnum og fjölskyldum nemenda er boðið á kynninguna, þar sem skólastarfið er kynnt í bland við hljóðfæraleik og söng. Nemendur og foreldrar 10. bekkja munu selja súpu […]
Norræna skólahlaupið
Norræna skólahlaupið verður haldið í BES eins og undanfarin ár, hlaupið verður 10. september n.k. og taka allir nemendur skólans þátt. Markmiðið er að ná sem bestum sameiginlegum árangri, hlaupa sem flesta km. samtals. 1. – 6. bekkur hleypur á Stokkseyri og 7. – 10. bekkur hleypur á Eyrarbakka. Val er um að hlaupa 2,5 […]
Boðað til fundar með foreldrum og forráðamönum 9. og 10. bekkinga
Fimmtudaginn 28. ágúst n.k. er boðað til foreldrafundar í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 17:30-18:30. Fundarefni eru tvö: 1. Sameiginleg kennsla og umsjón 9. og 10. bekkja. 2. Fundur með foreldrum/forráðamönnum 10. bekkinga um fyrirhugaða útskrifta-/vorferð. Fundurinn er eingöngu fyrir foreldra eða forráðamenn. Með von um góða mætingu, Skólastjórnendur