Breytingar á skólaakstri – upphafsferðir skólabíls
Frá og með mánudeginum 26. janúar 2015 breytast upphafsferðir skólabílsins á eftirfarandi hátt: Frá skóla á Stokkseyri kl. 07.40 (var 07.45 ) Frá skóla á Eyrarbakka kl. 07.50 (var 07.55) Þetta þýðir að skólabíllinn er fyrr á ferðinni í hringnum á Eyrarbakka. Með kveðju Starfsmenn BES
Ball fyrir miðstig!
Miðvikudaginn 21. janúar fer fram dansleikur fyrir 4.-6. bekk í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Inngangseyrir er kr. 350, pizzur seldar á staðnum – 200 kr. sneiðin. Dansleikurinn stendur frá kl. 17:30 -19:00. Rúta frá Eyrabakka kl. 17:15 og 19:05 til baka. Nemendaráð
Opin fræðsluerindi frá SAFT og Siggu Dögg
Á mánudaginn kemur, 12. janúar fáum við í BES fræðsluefrindi um örugga netnotkun frá SAFT fyrir 6. bekk og kynfræðslu frá kynfræðingnum Siggu Dögg fyrir 9. og 10. bekk. Seinnipart mánudags verður fræðsluerindi frá sömu aðilum fyrir foreldra allra árganga, frá kl. 17:30 – 19:30 í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Við vonumst til þess að sem […]
Fræðsla um hringrásir – 4. bekkur
Krakkarnir í 4.bekk eru að læra um hringrásir í náttúrufræði og áttu að semja stutta kynningu fyrir hvert annað. Annars vegar um lífferla, þ.e. hvernig fræ frá blómum færist á milli í náttúrunni og hins vegar um hringrás vatnsins. Þau höfðu einstaklega gaman af og fannst ekki leiðinlegt að láta taka sig upp. Smellið á […]
Gleðilegt ár!
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegt árs og þakkar það liðna. Sólin er að hækka flugið og spennandi tímar framundan skólanum okkar við ströndina.
