VEGLEG MÁLVERKAGJÖF
Góðir gestir komu færandi hendi í húsnæði skólans á Stoksseyri sl. fimmtudag. Það voru þeir bræður Hinrik Bjarnason og Sigurður Bjarnason sem komu og gáfu skólanum málverk eftuir Gunnar S. Gestsson í minningu foreldra sinna Þuríðar Guðjónsdóttur og Bjarna Sigurðurssonar frá Ranakoti.
FJÁRÖFLUNAR- OG SÚPUTÓNLEIKAR BARNASKÓLANS Á EYRARBAKKA OG STOKKSEYRI!
Laugardaginn 12. október verða haldnir fjáröflunar- og súputónleikar í sal skólans á Stokkseyri. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans spila og syngja og einnig eru þarna starfsmenn og foreldrar sem koma fram.
Útivistardagur BES og haustþing kennara
Fimmtudaginn 3. október er útivistardagurinn 2013. Að þessu sinni verður hann haldinn á Stokkseyri. Allir Stokkseyringar koma í skólann á Stokkseyri og Eyrbekkingar taka rútuna frá Eyrarbakka sem fer hringinn á Eyrarbakka og fer rútan frá skólanum kl. 8:15 Eins og nafn dagsins gefur til kynna verða nemendur úti og eru þeir beðnir að klæða sig […]
Heimsókn í FSU
Fjölbrautarskóli Suðurlands opnaði skólann fyrir grunnskólanemum í gær. Kynntar voru námsleiðir í iðn- og starfsnámi og gestir fengu að skoða og jafnvel prófa tæki sem notuð eru í greinunum. Við mættum að sjálfsögðu á staðinn með nemendur 8. og 9. bekkjar. Krökkunum fannst heimsóknin mjög áhugaverð
Samræmd könnunarpróf 2013
Í næstu viku verða lögð fyrir samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk. Auk þess verður lesskimun lögð fyrir 4.bekk. Börnin mæta í skólann kl. 8:15 en prófin byrja öll kl. 9:00. mánudaginn 23. september, íslenska í 10.bekk þriðjudaginn 24. september, enska í 10. bekk miðvikudaginn 25. september, stærðfræði í 10. bekk fimmtudaginn 26. september, íslenska […]