Haustfrí
Haustfrí hjá nemendum og starfsfólki Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Haustfrí
Haustfrí hjá nemendum og starfsfólki Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Haustþing kennara 2012 breytingar á skólahaldi
Kæru forráðamenn! Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Flúðum fimmtudaginn 4. október og föstudaginn 5. október. Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda: Fimmtudaginn 4. október er skólastarf óbreytt. Föstudaginn 5. október fellur skóli niður vegna haustþingsins. Skólavistin verður opin frá kl. 07.45-17:00 fyrir skráð börn föstudaginn 05.10.2012 Skólastjóri
KEPPNISFERÐ Á LAUGARVATN!
Fimmtudaginn 27. september fer hópur nemenda úr 5 – 10. bekk á Laugarvatn til að keppa í frjálsum íþróttum. Lagt verður af stað frá BES upp úr 09.30. Reiknað er með að keppninni ljúki um 14.00 en eins og allir vita getur það dregist. Keppt verður í spjótkasti, langstökki og 60 m hlaupi. Áfram BES!!!!
ÚTIVISTARDAGURINN 26. SEPTEMBER!
Miðvikudaginn 26. september verður útivistardagurinn á BES. Hann verður að þessu sinni á Stokkseyri. Hann hefst 08.15 á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem nemendur mæta í sínar heimastofur og vinna þar í Olweusarverkefni til 9:25. Nemendur á Eyrarbakka og Stokkseyri fá stuttan fyrirlestur um góð samskipti í heimi íþróttanna. Um kl. 10.00 fara 7. – 10. […]