Vetrarfrí 21. og 22. febrúar
Vetrarfrí verður við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri mánudaginn 21. febrúar og þriðjudaginn 22. febrúar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. febrúar.
Enginn akstur skólabíla vegna ófærðar – mánudaginn 14. febrúar
Skólabílar ganga ekki í dag, mánudaginn 14. febrúar vegna ófærðar. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn, mögulega fer aksturinn í gang á ný síðar um morguninn. Skólarnir verða opnir fyrir þá nemendur sem komast í skólann í dag og eru ekki háðir akstri skólabíla. Uppfært kl. 10:02 Þar sem illfært er í og við […]
Akstur skólabíla fellur niður
Skólabílar ganga ekki í dag vegna veðurs við Barnaskólann Eyrarbakka og Stokkseyri. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn, mögulega fer aksturinn í gang á ný ef veðrinu slotar. Skólarnir verða opnir fyrir þá nemendur sem komast í skólann í dag og eru ekki háðir akstri skólabíla. Uppfært kl. 9:47 Af höfðu samráði við GT […]
Skólastarf fellur niður mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland á morgun mánudaginn 7. febrúar. Vegna þess hefur yfirstjórn Árborgar ákveðið að skólastarf í sveitarfélaginu falli niður. Nánari upplýsingar veita stjórnendur. Stjórnendur
Starfsdagur og nemenda- og foreldraviðtöl
Fimmtudaginn 3. febrúar er starfsdagur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Kennarar og starfsmenn skólans nýta þann dag til undirbúnings fyrir nemenda- og foreldraviðtölin sem fram fara föstudaginn 4. febrúar. Foreldraviðtölin fara fram í fjarfundarbúnaði en einnig í staðviðtölum þar sem þess hefur verið óskað. Mikilvægt er að muna að nemandi er í forgrunni í […]