Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á Eyrarbakka þriðjudaginn 15. mars 2022. Nemendur 7. bekkjar spreyttu sig á lestri texta og ljóðaflutningi en nemendur 6. bekkjar voru sérstakir gestir ásamt foreldrum. Einn nemandi þurfti að lesa í gegnum fjarfundabúnað þar sem hann var veikur heima og vildi ekki missa af keppninni. Dómnendin var gríðarlega öflug, skipuð […]
Öskudagur 2. mars – skertur skóladagur
Á morgun er Öskudagur og munum við brjóta skólastarfið upp þess vegna. Nemendur unglingastigs munu hitta nemendur yngra stigs á Stokkseyri kl. 10 og slá köttinn úr tunnunni. Þá tekur við skemmtileg dagskrá þar sem nemendur og starfsmenn vinna saman í leik og starfi. Skóladeginum lýkur kl. 12:30, skólinn býður upp á gæslu fyrir þá […]
Franskir kennarar í heimsókn
Á dögunum fengum við í BES heimsókn kennara frá borginni Lille í Frakklandi. Kennararnir fengu að fylgast með í kennslu hjá okkur ásamt því að heimsækja aðra leikskóla og grunnskóla í Árborg. Kennararnir hrifust mjög af skólastarfi í Árborg, þeir voru sérstaklega hrifnir af stuðningi sem nemendur fá í kennslu og miklu vægi list- og […]
Enginn akstur skólabíla í dag
Þar sem veðurspár eru verulega slæmar fyrir daginn mun skólabíll ekki ganga í dag, föstudaginn 25. febrúar. Skólinn mun hins vegar stefna að skólastarfi, húsin munu opna kl. 7:30. Bestu kveðjur, Páll Sveinsson, skólastjóri
BES lítur sér nær og fjær
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fékk styrk frá Sprotasjóði í fyrra til að efla samband og samvinnu við nærumhverfi skólans – BES lítur sér nær. Fyrsti hluti þeirrar vinnu leit dagsins ljós á dögunum þegar nemendur skólans unnu með Ástu Guðmundsdóttur listakonu á Eyrarbakka að alþjóðlegu listaverkefni með japanska listamanninum Takuya Komaba. Ásta og Takuya […]
