Krakkar úr Barnaskólanum í Stundinni okkar
Stundin okkar kom í heimsókn til okkar í Barnaskólann í haust og hitti nokkra krakka úr skólanum. Heimsóknin var sýnd í Stundinni okkar þann 14. janúar síðastliðinn og hefst innslagið eftir 3 mínútur og 45 sekúndur. Okkar fólk tók sig vel út, sannarlega efnilegar fjölmiðlastjörnun þarna á ferð! Hlekkur á þáttinn er hérna: http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/stundin-okkar/20180114
Jólaleyfi í Barnaskólanum
Jólamánuðurinn hefur sannarlega verið viðburðarríkur hjá okkur í Barnaskólanum. Við höfum gert okkur glaða daga með söng og samveru, föndri og fínum mat í bland við hlátur og hátíðleika. Á dögunum opnuðum við jólagluggann við hátíðlega athöfn þar sem við sungum jólahreindýrinu Rúdolf til heiðurs en stafurinn okkar var einmitt stafurinn hans í ár. Við […]
Jólasöngur á aðventu
Hefð hefur skapast fyrir því að syngja jólin inn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri síðustu ár. Nú er starfsliðið þannig mannað að tekist hefur að mynda hljómsveit sem sinnir undirleik í jólasöngnum. Kennarahljómsveitin er skipuð þeim Kolbrúnu Huldu Tryggvadóttur, Rögnu Berg Gunnarsdóttur og Páli Sveinssyni. Hin nýja hljómsveit stóð sig með prýði og var […]