14. mars – Skóladagur Árborgar
14. mars – Skóladagur Árborgar Read More »
Miðvikudaginn 14. mars verður Skóladagur Árborgar haldinn í annað sinn. Þá loka allar skólastofnanir sveitarfélagsins þar sem allir starfsmenn þeirra munu hittast á Stokkseyri og sinna símenntun. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri verður lokaður þennan dag, einnig Stjörnusteinar Frístund. Stjórnendur
Skóladagur Árborgar miðvikudaginn 14. mars Read More »
Á dögunum fór fram undankeppni fyrir stóru upplestarkeppnina. Þar spreyttu nemendur 7. bekkjar sig á lestri texta og ljóða og fór það svo að hlutskörpust urðu þau Elín og Hreimur Karlsbörn og Agnes Ásta Ragnarsdóttir en þau skipa lið skólans í stóru upplestrarkeppninni sem fer fram þann 13. mars n.k. Tryggvi Rúnar Kristinsson verður varamaður.
Undankeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina Read More »
Föstudaginn 23. febrúar og mánudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Fellur þá allt skólastarf niður í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Frístundin Stjörnusteinar verður einnig lokuð þessa daga. Skólastarf hefst skv. stundarskrá þriðjudaginn 27. febrúar Kveðjur, Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Vetrarfrí 23. og 26. febrúar Read More »
Vegna veðurs verður ekki hægt að aka skólabílnum fyrir hádegi í dag. Skólarnir eru opnir og foreldrar/forráðamenn beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum.
Skólaakstur fellur niður í dag, 21. febrúar vegna veðurs Read More »