Fréttir

Forvarnardagurinn í Árborg

Miðvikudaginn 4. október var Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur um land allt og stóð forvarnarhópur Árborgar fyrir glæsilegri dagskrá eins og síðustu ár. Nemendur í 9. bekk úr grunnskólunum þremur í sveitarfélaginu var skipt upp í hópa þvert á skólana og sóttu hóparnir viðburði og fengu kynningar á ýmsu sem tengist forvörnum á einn eða annan hátt.

Forvarnardagurinn í Árborg Read More »

Námskeið um stafræna borgaravitund og ábyrga netnotkun

Heimili og skóli og SAFT vekja athygli á námskeiðinu: Netið okkar Námskeiðið Netið okkar er ókeypis og opið öllum en einkum ætlað skólafólki, foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi og menntun ungmenna. Það er sjálfstætt framhald námskeiðsins Netið mitt sem var í boði á vormisseri 2017 en þá var fjallað um borgaravitund og lýðræði,

Námskeið um stafræna borgaravitund og ábyrga netnotkun Read More »

Samlestur í tungumálakennslu

Í ensku- og dönskukennslu höfum við á unglingastigi verið með svokallaðan kórlestur/samlestur, hann virkar þannig að nemendur lesa upphátt texta úr lesbókum í tvær mínútur, hver á sínum hraða. Nemendur merkja með blýanti í lesbókina, lesa síðan sama texta frá byrjun aftur í tvær mínútur og sjá hversu miklum framförum þau taka á milli skipta.

Samlestur í tungumálakennslu Read More »