Fréttir

Barnabær 2015

Fáni Barnabæjar verður dreginn að húni mánudaginn 1. júní nk. þegar fríríkið verður sett á laggirnar í fimmta sinn. Barnabær er orðinn ómissandi þáttur í skólastarfinu á vordögum við ströndina. Þetta á við grunnskólann og einnig elstu nemendur leikskólans sem taka þátt í Barnabæ. Í nokkra daga í byrjun júní breyta kennarar, nemendur, foreldrar og […]

Barnabær 2015 Read More »

Tilkynning vegna fyrirhugðara verkfallsaðgerða Starfsgreinasambandsins

Heil og sæl! Þar sem útlit er fyrir að boðað verkfall bílstjóra í Starfsgreinasambandinu, þar með talinn skólabílstjóri BES, verði næstkomandi miðvikudag og fimmtudag, 6. og 7. maí verður enginn skólaakstur fyrir nemendur  en skólastarf óbreytt að öðru leyti. Ég hvet ykkur til að fylgjast með fréttum. Bestu kveðjur! Magnús J. Magnússon, skólastjóri    

Tilkynning vegna fyrirhugðara verkfallsaðgerða Starfsgreinasambandsins Read More »

Leikhópurinn LOPI

Leikhópurinn Lopi , sem er leikhópur unglingastigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, frumsýndi leikritið ÚTSKRIFTARFERÐINA eftir Björk Jakobsdóttur miðvikudaginn 29. apríl. Sýnt var í Gimli á Stokkseyri. Leikritið fjallar um útskriftarferð 10. bekkjar að loknum skólaslitum. Í sýningunni taka þátt 11 leikarar og tæknimenn en alls komu um 20 aðilar að sýningunni. Mikil stemming var á frumsýningunni

Leikhópurinn LOPI Read More »

Kennaranemar frá Kanada

Undafarnar vikur hafa nokkrir kennaranemar frá Kanada verið í æfingakennslu hér við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemarnir hafa verið stórhrifnir af skólastarfinu hjá okkur og aðstæðum og hafa sannarlega litað starfið okkar björtum og skemmtilegum litum. Nemendur BES hafa fengið fræðslu um Kanada ásamt því að nemarnir hafa verið virkir í kennslu og starfi

Kennaranemar frá Kanada Read More »

Stórglæsileg árshátíð yngra stigs

Fimmtudaginn 26. mars fór árshátíð yngra stigs fram á Stokkseyri. Nemendur 6. bekkjar sáu um leikrænar kynningar og nemendur 1. – 5. bekkja fluttu frábær skemmtiatriði. Að lokinni skemmtidagskrá seldu nemendur 10. bekkjar kaffi og veitingar í fjáröflunarskyni. Hátíðin var vel sótt af foreldrum og tókst framkvæmd hennar með eindæmum vel. Allir nemendur og allt

Stórglæsileg árshátíð yngra stigs Read More »

Árshátíð 1. – 6. bekkjar

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri fimmtudaginn 26. mars. Hátíðin hefst kl. 09:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan verður kaffisala 10. bekkinga að henni lokinni. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá  í skólann í betri fötunum. Eftirfarandi skipulag verður á árshátíðinni: Allir bekkir yngra stigs verða með verða með atriði á sviði.

Árshátíð 1. – 6. bekkjar Read More »