Fréttir

Prófavika 19.09 – 23.09

Samræmd könnunarpróf verða í BES dagana 19.09 – 23.09 sem hér segir:


10. bekkur


Mán. 19.09             ÍSLENSKA    


Þri.     20.09            ENSKA


Mið.   21.09            STÆRÐFRÆÐI


Nemendur mæta í skólann á venjulegum tima þessa daga og hafa með sér þau gögn sem vera ber.


4. og 7. Bekkur


Fim.    22.09            ÍSLENSKA


Fös.    23.09            STÆRÐFRÆÐI


Nemendur mæta í skólann á venjulegum tima þessa daga og hafa með sér þau gögn sem vera ber.

Nemendur eru hvattir til að vanda undirbúning og mæta vel undirbúin í prófin.

Gangi ykkur vel!

Starfsmenn BES

Prófavika 19.09 – 23.09 Read More »

Námsefniskynningar

Námsefniskynningar fyrir foreldra


Námsefniskynningar fara fram sem hér segir:


Á Stokkseyri næstkomandi fimmtudag 15. sept. kl. 8:20. Nemendur eiga að mæta í skólann á sama tíma og vanalega. Verður boðið upp á hafragraut þegar þeir mæta og síðan er útivist  meðan á kynningum stendur. Hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá hefst að loknum kynningum.


Á Eyrarbakka verða námsefniskynningar fyrir 7.-9. bekk föstudaginn 16. sept. kl. 8:20. Þar verður einnig boðið upp á graut þegar nemendur mæta og síðan er útivist þar til kynningum lýkur. Að loknum kynningum verður kennsla samkvæmt stundaskrá.


Reiknað er með að kynningum sé lokið á báðum stöðum kl. 9


Stjórnendur og kennarar
_______________________________________________________

Námsefniskynningar Read More »

Nemendasamningar

Dagur nemendasamninga 1. september


Fimmtudaginn 1. september fellur hefðbundið skólasarf niður, en nemendur ásamt foreldrum eru boðaðir til viðtals til að ganga frá samningum nemandans við skólann.


Viðtölin fara öll fram í skólanum á Stokkseyrir og er foreldrum bent á að allir starfsmenn skólans verða á staðnum og til viðtals eftir þörfum.


Stöndum saman að góðu skólastarfi.


Starfsmenn BES

Nemendasamningar Read More »

Skólasetning

Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri


Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri verður settur mánudaginn 22. ágúst á Stað.


Skólasetningin hefst kl. 10.00.


Akstur verður frá Stokkseyri kl. 09.45


Að lokinni skólasetningu fara nemendur og hitta umsjónarkennar sína.


Skóli hefst síðan samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 23. ágúst.


Skólastjórnendur



Skólasetning Read More »

Skruggudalur


Skruggudalur; nýr myndlistarsýningasalur á Stokkseyri, verður formlega opnaður, af Ástu Stefánsdóttur framkvæmdarstjóra Sv. Árborgar, í hinu nýja skólahúsi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, miðvikudaginn 1. júní kl. 12:00. Sýningarsalurinn er á neðri gangi hússins með aðgengi að austanverðu, utan skólatíma. Í framtíðinni munu myndlistamenn af svæðinu, Myndlistafélag Árnessýslu og fleiri sem þess óska, eiga kost á sýningahaldi í salnum og er þetta kærkomin viðbót við flóru menningarlífsins við ströndina. Menningarráð Suðurlands veitti verkefninu nýlega styrk að upphæð 200.000 kr.

 Á opnunarsýningunni verða sýnd valin verk nemenda frá skólaárinu 2010-2011. Sýningin verður opin virka daga kl. 9-12 til 16/6. Gestir eru hér með boðnir velkomnir á opnunarhátíðina og sýninguna, sem er liður í samstarfsverkefni skólans og foreldra um fríríkið Barnabæ.

Skruggudalur Read More »

Vordagar/Barnabær – Skólalok

Næsta vika verður síðasta vika þessa skólaárs og stutt í annan endann. Meðfylgjandi eru upplýsingar um verkefni þessarar viku, sem er “Barnabær”, fríríkið okkar sem þið þekkið nú þegar. Verkefnið stendur yfir frá mánudagsmorgni 30/5 til og með miðvikudegi 1/6 en þá lýkur því með opnu húsi. Uppstigningardagur 2/6 er frídagur og föstudagur 3/6 er starfsdagur kennara.

Vordagar/Barnabær – Skólalok Read More »