Annaskil
Kæru foreldrar/ forráðamenn
Nú líður að annaskilum hjá okkur. Vegna þeirra verður starfsdagur kennara mánudaginn 14. nóvember nk. og nemendur mæta því ekki í skólann þann dag.
Þriðjudaginn 15. nóvember verða viðtöl við foreldra og nemendur vegna námsmatsins og þess sem framundan er. Öll viðtöl fara fram í skólanum á Stokkseyri.
Skólavistin Stjörnusteinar verður opin frá 8:00 – 17:00 báða dagana.
Miðönn með hefðbundinni kennslu hefst síðan miðvikudaginn 16. nóvember.
Kv., –
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri