Fréttasafn

Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri

Ball fyrir miðstig!      

20. janúar 2015

Miðvikudaginn 21. janúar fer fram dansleikur fyrir 4.-6. bekk í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Inngangseyrir er kr. 350, pizzur seldar á staðnum – 200 kr. sneiðin. Dansleikurinn stendur frá kl. 17:30 -19:00. Rúta frá Eyrabakka kl. 17:15 og 19:05 til baka. […]

Lesa Meira >>

Opin fræðsluerindi frá SAFT og Siggu Dögg

12. janúar 2015

Á mánudaginn kemur, 12. janúar fáum við í BES fræðsluefrindi um örugga netnotkun frá SAFT fyrir 6. bekk og kynfræðslu frá kynfræðingnum Siggu Dögg fyrir 9. og 10. bekk. Seinnipart mánudags verður fræðsluerindi frá sömu aðilum fyrir foreldra allra árganga, […]

Lesa Meira >>

Fræðsla um hringrásir – 4. bekkur

9. janúar 2015

Krakkarnir í 4.bekk eru að læra um hringrásir í náttúrufræði og áttu að semja stutta kynningu fyrir hvert annað. Annars vegar um lífferla, þ.e. hvernig fræ frá blómum færist á milli í náttúrunni og hins vegar um hringrás vatnsins. Þau […]

Lesa Meira >>

Gleðilegt ár!

5. janúar 2015

Starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegt árs og þakkar það liðna. Sólin er að hækka flugið og spennandi tímar framundan skólanum okkar við ströndina.

Lesa Meira >>

Gleðileg jól!

19. desember 2014

Starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri senda jóla og ármótakveðjur til nemenda og fjölskyldna þeirra og þakka samstarfið á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst á nýju ári samkvæmt stundaskrá 5. janúar.

Lesa Meira >>

Litlu jól 19. desember

17. desember 2014

Skólastarfi fyrir jól lýkur að venju með jólaskemmtun sem haldin verður á  Stokkseyri 19. desember. Nemendur mæta til skóla klukkan 09.00. Dagurinn hefst á hátíðarstund í stofum með umsjónarkennara. Skólabíll fer frá Stokkseyri kl. 8:30 og frá Eyrarbakka kl. 8:45.  Í […]

Lesa Meira >>

Vetrarveður í kortunum

16. desember 2014

Í dag þriðjudag 16.des lýkur skóla kl. 13:15 og fara þá öll börn heim. Jóladansleikir sem vera áttu í dag falla niður. Skólavist verður opin eins og venjulega. Stjórnendur

Lesa Meira >>

Smákökudagur á Stokkseyri

12. desember 2014

Í dag 12. desember komu allir nemendur í 1.-6. bekk með sparinesti. Ljúf og góð jólastemning myndaðist á meðan kjamsað var á gúmmelaðinu, eins og sjá má!  

Lesa Meira >>

Skólahald fellur niður eftir hádegi miðvikudaginn 10. desember

10. desember 2014

Vegna versnandi veðurspár lýkur skólastarfi í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í hádeginu í dag. Nemendum á Eyrarbakka hefur verið ekið heim ásamt nemendum frá Stokkseyri. Nemendur 1. – 6. bekkjar fara heim með skólabíl kl. 13:15. Fyrirhuguðum jólaböllum dagsins […]

Lesa Meira >>

Jólin koma – jólaböll

8. desember 2014

Skólahúsnæði BES hefur tekið stakkaskiptum undanfarna daga en nemendur og starfsmenn hafa skreytt skólana síðustu daga og þannig lagt sitt af mörkum í því verki að lýsa upp heiminn hér á norðurhjaranum. Nemendur og starfsfólk létta sér biðina til jóla […]

Lesa Meira >>

Kennsla og skólaakstur með óbreyttum hætti!

1. desember 2014

Þar sem veðrinu hefur slotað verður allt með eðlilegum hætti í skólanum i dag og skólakstur með venjubundnum hætti! Stjórnendur

Lesa Meira >>

Veðurúlit mánudaginn 1. des. 2014

30. nóvember 2014

Vegna veðurútlits mánudaginn 1. des biðjum við forráðamenn nemenda okkar að fylgjast með tilkynningum í ríkisútvarpi á mánudagsmorgni varðandi skólahald og skólaakstur. Einnig mun tilkynning koma inn á heimasíðu skólans! Stjórnendur

Lesa Meira >>