Fréttasafn
Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri
Annaskil
Kæru foreldrar/ forráðamenn
Nú líður að annaskilum hjá okkur. Vegna þeirra verður starfsdagur kennara mánudaginn 14. nóvember nk. og nemendur mæta því ekki í skólann þann dag.
Þriðjudaginn 15. nóvember verða viðtöl við foreldra og nemendur vegna námsmatsins og þess sem framundan er. Öll viðtöl fara fram í skólanum á Stokkseyri.
Skólavistin Stjörnusteinar verður opin frá 8:00 – 17:00 báða dagana.
Miðönn með hefðbundinni kennslu hefst síðan miðvikudaginn 16. nóvember.
Kv., –
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Afmæli
Í dag, þriðjudag 25. október er Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 159 ára
_______________________________________________________________
Olladagar
Þriðjudaginn 25. okt. til föstudagsins 28. okt. er Olweusarvika í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Verkefni vikunnar er að vinna með einkunnarorð skólans –
Jákvæðni Metnaður Virðing Heiðarleiki
Þriðjudagur
Jákvæðnidagurinn. Bekkurinn ræðir saman um einkunnarorð skólans og fer yfir hvað þau merkja og hvað er hægt að gera til þess að vinna eftir þeim. Fókusinn í dag er á jákvæðni. Tala einnig um hvernig jákvæðni tengjast einelti eða baráttu gegn því.
Haustfrí
Föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október verður haustfrí í skólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Foreldrar athugið, þessa daga verður skólavistin Stjörnusteinar einnig lokuð.
Stjórnendur
_____________________________________________________________________
Haustþing kennara 2011. Breytingar á skólahaldi
Kæru forráðamenn!
Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Hvolsvelli fimmtudaginn 6. október og föstudaginn 7. október.
Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda:
Fimmtudaginn 6. október lýkur kennslu kl. 12.20.
Föstudaginn 7. október er enginn skóli vegna haustþingsins.
Skólavistin verður opin frá kl. 07.45-17:00 fyrir skráð börn föstudaginn 07.10.
Skólastjóri
___________________________________________
Náttúrufræðileiðangur 6. bekkjar
Við í sjötta bekk fórum í mjög vel heppnaða náttúrufræðigöngu í dag 28.09. Lögðum af stað kl. 9 eftir að hafa borðað graut og komum aftur í hús kl. 11:30.
Útikennsla
Góða veðrið notað.
Um daginn brá Lene sér út á skólalóðina ásamt nemendum sínum, kveiktu þau upp í grillinu og bökuðu gómsætt brauð.
Hér eru myndir ásamt uppskrift að brauðinu.
Prófavika 19.09 – 23.09
Samræmd könnunarpróf verða í BES dagana 19.09 – 23.09 sem hér segir:
10. bekkur
Mán. 19.09 ÍSLENSKA
Þri. 20.09 ENSKA
Mið. 21.09 STÆRÐFRÆÐI
Nemendur mæta í skólann á venjulegum tima þessa daga og hafa með sér þau gögn sem vera ber.
4. og 7. Bekkur
Fim. 22.09 ÍSLENSKA
Fös. 23.09 STÆRÐFRÆÐI
Nemendur mæta í skólann á venjulegum tima þessa daga og hafa með sér þau gögn sem vera ber.
Nemendur eru hvattir til að vanda undirbúning og mæta vel undirbúin í prófin.
Gangi ykkur vel!
Starfsmenn BES
Námsefniskynningar
Námsefniskynningar fyrir foreldra
Námsefniskynningar fara fram sem hér segir:
Á Stokkseyri næstkomandi fimmtudag 15. sept. kl. 8:20. Nemendur eiga að mæta í skólann á sama tíma og vanalega. Verður boðið upp á hafragraut þegar þeir mæta og síðan er útivist meðan á kynningum stendur. Hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá hefst að loknum kynningum.
Á Eyrarbakka verða námsefniskynningar fyrir 7.-9. bekk föstudaginn 16. sept. kl. 8:20. Þar verður einnig boðið upp á graut þegar nemendur mæta og síðan er útivist þar til kynningum lýkur. Að loknum kynningum verður kennsla samkvæmt stundaskrá.
Reiknað er með að kynningum sé lokið á báðum stöðum kl. 9
Stjórnendur og kennarar
_______________________________________________________
Útivistarreglur frá 1. sept.
Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22:00.
Bregða má út af reglunum þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Aldur miðast við fæðingarár.
Nemendasamningar
Dagur nemendasamninga 1. september
Fimmtudaginn 1. september fellur hefðbundið skólasarf niður, en nemendur ásamt foreldrum eru boðaðir til viðtals til að ganga frá samningum nemandans við skólann.
Viðtölin fara öll fram í skólanum á Stokkseyrir og er foreldrum bent á að allir starfsmenn skólans verða á staðnum og til viðtals eftir þörfum.
Stöndum saman að góðu skólastarfi.
Starfsmenn BES
Skólasetning
Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri verður settur mánudaginn 22. ágúst á Stað.
Skólasetningin hefst kl. 10.00.
Akstur verður frá Stokkseyri kl. 09.45
Að lokinni skólasetningu fara nemendur og hitta umsjónarkennar sína.
Skóli hefst síðan samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 23. ágúst.
Skólastjórnendur
Lesa Meira >>