Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Dagur gegn einelti

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 8. nóvember 2013

Í dag er dagur gegn einelti.  Við héldum hann hátíðlegan með því að setja saman púsl sem nemendur allra bekkja hafa unnið.  Púslið er hringur sem á að tákna eineltishringinn og minna okkur á vináttu og samkennd. Myndin í fullri stærð

Norræna skólahlaupið 2013

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 28. október 2013

Miðvikudaginn 30. október n.k. ætla nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupið verður kl. 12:35 á Stokkseyri, 1.-5. bekkur hleypur 2,5 km. og 6.-10. bekkur 5 km. Mælst er til þess að börnin mæti í góðum skóbúnaði til hlaupa og í þægilegum fötum til hreyfingar.   ___________________________________________________________ Um […]

Bansadagur

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 25. október 2013

Mánudaginn 28. október verður bangsadagur í skólanum á Stokkseyri.  Nemendur mæta í náttfötum með bangsa og sparinesti. Skólahald brotið upp í lok dags.  Gæta þarf vel að hlífðarfötum og góðum undirfatnaði.  Kær kveðja Bangsateymið

Haustfrí

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 16. október 2013

Kæru forráðamenn! Minnum ykkur á haustfríið núna á föstudaginn 18. október og komandi mánudag 21. október. Skóli hefst svo aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. október Athugið að skólavistin Stjörnusteinar er einnig lokuð þessa daga. Bestu kveðjur  Stjórnendur BES.

VEGLEG MÁLVERKAGJÖF

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 14. október 2013

Góðir gestir komu færandi hendi í húsnæði skólans á Stoksseyri sl. fimmtudag. Það voru þeir bræður Hinrik Bjarnason og Sigurður Bjarnason sem komu og gáfu skólanum  málverk eftuir Gunnar S. Gestsson í minningu foreldra sinna Þuríðar Guðjónsdóttur og Bjarna Sigurðurssonar frá Ranakoti.