Annaskil
Kæru foreldrar/ forráðamenn
Nú líður að annaskilum hjá okkur. Vegna þeirra verður starfsdagur kennara mánudaginn 14. nóvember nk. og nemendur mæta því ekki í skólann þann dag.
Þriðjudaginn 15. nóvember verða viðtöl við foreldra og nemendur vegna námsmatsins og þess sem framundan er. Öll viðtöl fara fram í skólanum á Stokkseyri.
Skólavistin Stjörnusteinar verður opin frá 8:00 – 17:00 báða dagana.
Miðönn með hefðbundinni kennslu hefst síðan miðvikudaginn 16. nóvember.
Kv., –
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Afmæli
Í dag, þriðjudag 25. október er Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 159 ára
_______________________________________________________________
Olladagar
Þriðjudaginn 25. okt. til föstudagsins 28. okt. er Olweusarvika í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Verkefni vikunnar er að vinna með einkunnarorð skólans –
Jákvæðni Metnaður Virðing Heiðarleiki
Þriðjudagur
Jákvæðnidagurinn. Bekkurinn ræðir saman um einkunnarorð skólans og fer yfir hvað þau merkja og hvað er hægt að gera til þess að vinna eftir þeim. Fókusinn í dag er á jákvæðni. Tala einnig um hvernig jákvæðni tengjast einelti eða baráttu gegn því.
Haustfrí
Föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október verður haustfrí í skólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Foreldrar athugið, þessa daga verður skólavistin Stjörnusteinar einnig lokuð.
Stjórnendur
_____________________________________________________________________
Haustþing kennara 2011. Breytingar á skólahaldi
Kæru forráðamenn!
Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Hvolsvelli fimmtudaginn 6. október og föstudaginn 7. október.
Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda:
Fimmtudaginn 6. október lýkur kennslu kl. 12.20.
Föstudaginn 7. október er enginn skóli vegna haustþingsins.
Skólavistin verður opin frá kl. 07.45-17:00 fyrir skráð börn föstudaginn 07.10.
Skólastjóri
___________________________________________