Strandaglópar – borðspil hannað af nemendum
Nemendur í 7.-10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa undanfarnar vikur unnið að gerð borðspils. Markmið var að nemendur kynntu sér sögu og menningu nærumhverfisins og hefur það heldur betur tekist í allri þeirri vinnu sem lögð var í þróun spilsins. Mikinn fróðleik um sögu og staðhætti Eyrarbakka, Stokkseyri og nærumhverfis er að finna […]
Skóladagatal 2022-2023 komið á heimasíðu BES
Skóladagatal Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir skólaárið 2022-2023 er nú að finna undir flýtihnöppum á heimasíðu skólans.
Heimsókn frá Tékklandi
Á dögunum komu þrír kennarar frá Tékklandi í heimsókn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. BES er Erasmus+ skóli sem þýðir m.a. að kennarar frá Erasmus+ skólum í Evrópu geta komið í heimsókn og skoðað skólastarfið okkar og kynnt sitt skólastarf hér. Þrír kennarar frá skóla í borginni Mariánské Lázně fengu að „skugga“ kennara í […]
Nýr deildarstjóri stoðþjónustu
Á dögunum var staða deildarstjóra stoðþjónustu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri auglýst en Sædís Ósk Harðardóttir hafði gegnt þeirri stöðu. Alls bárust átta umsóknir og eftir ítarlegt ferli atvinnuviðtala var Ragna Berg Gunnarsdóttir ráðin í stöðu deildarstjóra stoðþjónustu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hún hefur störf sem deildarstjóri 1. júní næstkomandi. Ragna hefur […]
Flottur árangur BES í Skólahreysti
Lið Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri stóð sig glæsilega í undanriðli Skólahreysti sem fram fór miðvikudagskvöldið 27. apríl. Þau Vésteinn, Eyrún, Jóhanna og Halldór og Heiðný voru fulltrúar okkar í keppninni og náðum við 38 stigum – vel gert! Stuðningsliðið okkar var til fyrirmyndar og voru okkar fulltrúar sjálfum sér og skólanum til sóma.