Enginn akstur skólabíla í dag
Þar sem veðurspár eru verulega slæmar fyrir daginn mun skólabíll ekki ganga í dag, föstudaginn 25. febrúar. Skólinn mun hins vegar stefna að skólastarfi, húsin munu opna kl. 7:30. Bestu kveðjur, Páll Sveinsson, skólastjóri
BES lítur sér nær og fjær
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fékk styrk frá Sprotasjóði í fyrra til að efla samband og samvinnu við nærumhverfi skólans – BES lítur sér nær. Fyrsti hluti þeirrar vinnu leit dagsins ljós á dögunum þegar nemendur skólans unnu með Ástu Guðmundsdóttur listakonu á Eyrarbakka að alþjóðlegu listaverkefni með japanska listamanninum Takuya Komaba. Ásta og Takuya […]
Vetrarfrí 21. og 22. febrúar
Vetrarfrí verður við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri mánudaginn 21. febrúar og þriðjudaginn 22. febrúar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. febrúar.
Enginn akstur skólabíla vegna ófærðar – mánudaginn 14. febrúar
Skólabílar ganga ekki í dag, mánudaginn 14. febrúar vegna ófærðar. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn, mögulega fer aksturinn í gang á ný síðar um morguninn. Skólarnir verða opnir fyrir þá nemendur sem komast í skólann í dag og eru ekki háðir akstri skólabíla. Uppfært kl. 10:02 Þar sem illfært er í og við […]
Akstur skólabíla fellur niður
Skólabílar ganga ekki í dag vegna veðurs við Barnaskólann Eyrarbakka og Stokkseyri. Staðan verður tekin þegar líður á morguninn, mögulega fer aksturinn í gang á ný ef veðrinu slotar. Skólarnir verða opnir fyrir þá nemendur sem komast í skólann í dag og eru ekki háðir akstri skólabíla. Uppfært kl. 9:47 Af höfðu samráði við GT […]