Breytingar á skólahaldi 7. – 11. október
Kæru foreldrar/forráðamenn. Miðvikudaginn 9. október munu kennarar í Árborg hittast í skólaþróunarverkefni Árborgar kl. 13:00. Þetta þýðir að skólastarfi lýkur kl. 12:05 þennan dag og verður nemendum ekið heim að hádegisverði loknum eða kl. 12:35. Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Selfossi föstudaginn 11. október. Vegna þessa fellur kennsla niður þann dag. Frístundin Stjörnusteinar […]
Nemendur taka á umhverfismálum með kvikmyndagerð
Nemendur í 9. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri unnu heimildamynd um plastmengun í hafinu með kennurum sínum Halldóru Björk Guðmundsdóttur og Maríu Skúladóttur. Um samþættingu námsgreina var að ræða þar sem náttúrufræði-, upplýsingatækni- og enskukennslu var að ræða.