Skólaslit
Skólaslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verða mánudaginn 8. júní 2015 kl. 17:00 í húsnæði skólans á Stokkseyri.
Skólaslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verða mánudaginn 8. júní 2015 kl. 17:00 í húsnæði skólans á Stokkseyri.
Þann 2. maí síðastliðinn varð Bjartþór í 8. bekk Íslandsmeistari í -73 kg flokki undir 15 ára í júdó. Halldór í 8. bekk varð Íslandsmeistari í +80 kg flokki undir 15 ára. Úlfur í 10. bekk varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki undir 18 ára. Um síðustu helgi varð svo Grímur Ívarsson sem var í 10. bekk í fyrra
Nú eru þrjár vikur þar til Barnabær – Tívolí vikan okkar hefst. Undirbúningur er í fullum gangi og að komast mynd á skipulagið. Þessi útfærsla af Barnabæ hefur ekki verið prófuð áður hjá okkur og því í mörg horn að líta. Við óskum enn og aftur eftir foreldrum til að starfa með okkur þessa daga,
Nú styttist í Barnabæ Read More »
Heil og sæl! Þar sem útlit er fyrir að boðað verkfall bílstjóra í Starfsgreinasambandinu, þar með talinn skólabílstjóri BES, verði næstkomandi miðvikudag og fimmtudag, 6. og 7. maí verður enginn skólaakstur fyrir nemendur en skólastarf óbreytt að öðru leyti. Ég hvet ykkur til að fylgjast með fréttum. Bestu kveðjur! Magnús J. Magnússon, skólastjóri
Tilkynning vegna fyrirhugðara verkfallsaðgerða Starfsgreinasambandsins Read More »
Leikhópurinn Lopi , sem er leikhópur unglingastigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, frumsýndi leikritið ÚTSKRIFTARFERÐINA eftir Björk Jakobsdóttur miðvikudaginn 29. apríl. Sýnt var í Gimli á Stokkseyri. Leikritið fjallar um útskriftarferð 10. bekkjar að loknum skólaslitum. Í sýningunni taka þátt 11 leikarar og tæknimenn en alls komu um 20 aðilar að sýningunni. Mikil stemming var á frumsýningunni
Undafarnar vikur hafa nokkrir kennaranemar frá Kanada verið í æfingakennslu hér við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemarnir hafa verið stórhrifnir af skólastarfinu hjá okkur og aðstæðum og hafa sannarlega litað starfið okkar björtum og skemmtilegum litum. Nemendur BES hafa fengið fræðslu um Kanada ásamt því að nemarnir hafa verið virkir í kennslu og starfi
Kennaranemar frá Kanada Read More »
Eftir frábæra árshátíðarviku þar sem vikan endaði á sýningu yngrastigs fyrir eldra stigið kom páskaleyfið. Allir fóru ánægðir heim og mæta aftur skv. stundarskrá þriðjudaginn 7. apríl . Við óskum ykkur öllum gleðilegara páska!!
Fimmtudaginn 26. mars fór árshátíð yngra stigs fram á Stokkseyri. Nemendur 6. bekkjar sáu um leikrænar kynningar og nemendur 1. – 5. bekkja fluttu frábær skemmtiatriði. Að lokinni skemmtidagskrá seldu nemendur 10. bekkjar kaffi og veitingar í fjáröflunarskyni. Hátíðin var vel sótt af foreldrum og tókst framkvæmd hennar með eindæmum vel. Allir nemendur og allt
Stórglæsileg árshátíð yngra stigs Read More »
Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri fimmtudaginn 26. mars. Hátíðin hefst kl. 09:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan verður kaffisala 10. bekkinga að henni lokinni. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá í skólann í betri fötunum. Eftirfarandi skipulag verður á árshátíðinni: Allir bekkir yngra stigs verða með verða með atriði á sviði.
Árshátíð 1. – 6. bekkjar Read More »
Fimmtudaginn 12. mars var stóra upplestrarkeppnin haldin hér á Stokkseyri. Fimmtán frábærir lesarar tóku þátt í keppninni frá fimm skólum. Öflug dómnefnd var á vaktinni og tæplega eitthundrað áhorfendur nutu upplestrarins. Rammi hátíðarinnar var glæsilegur sem og öll framkvæmdin. Allir lesrara stóðu sig með prýði og hafði yfirdómarinn það á orði að hann hefði aldrei dæmt
Frábær upplestarkeppni á Stokkseyri Read More »