Vortiltekt
Tökum saman höndum og tökum til…..
Á morgun, föstudag 6. maí ætla allir nemendur og starfsmenn skólans að drífa sig út og taka þátt í umhverfisátaki samfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri. Við ætlum að leggja upp frá….
Tökum saman höndum og tökum til…..
Á morgun, föstudag 6. maí ætla allir nemendur og starfsmenn skólans að drífa sig út og taka þátt í umhverfisátaki samfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri. Við ætlum að leggja upp frá….
Árshátíð Barnaskólans verður haldin þann 15. apríl í nýja skólanum á Stokkseyri á milli kl. 10:00 og 12:00
Eftir atriði árshátíðarinnar verður kaffisala til …
Barnaskólinn hefur sett sér það markmið að vinna að því að verða “heilsueflandi grunnskóli”, skv. skilgreiningu Lýðheilsustöðvar. Til þess að hljóta þann titil þarf að ýmsu að hyggja. M.a. líðan nemenda og starfsfólks, aðstæðna, öryggis og lýðræðislegrar þátttöku innan skólasamfélagsins. Eitt af markmiðunum er að bjóða upp á hollan og góðan mat í skólanum
Fréttatilkynning
Óskum eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí næstkomandi.
Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Sjá nánar í meðfylgjandi fréttatilkynningu og auglýsingu um Foreldraverðlaun 2011.
Bestu kveðjur,
Heimili og skóli – landssamtök foreldra
Skólahreysti 2011
Skólahreysti MS 2011
Fyrstu þrír riðlarnir af Skólahreysti MS 2011 fóru fram í gær 03.mars í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi. Um 3000 stuðningsmenn og áhorfendur komu til að styðja sína skóla og mikil stemning var í húsinu. Tvöhundruð og þrjátíu keppendur mættu til leiks og voru skólar jafnir og spenna og gleði einkenndi keppnina.
Í fyrsta riðli voru skólar af Suðurlandi. Keppendur frá BES voru eftirtaldir: Alexandra Eir Grétarsdóttir, Jónína Sif Harðardóttir, Viktoría Rós Jóhannsdóttir, Eyþór Gunnarsson og Ingi Sveinn Birgisson. Keppnin var jöfn og spennandi og ekki glitti í úrslit fyrr en í síðustu grein sem er hraðaþrautin. Okkar keppendur stóðu sig með sóma og við erum sannarlega stolt af þeim.
Fimm þættir af Skólahreysti MS verða sýndir á RÚV og verður fyrsti þáttur sýndur þriðjudaginn 22.mars kl.20:05. Í þeim þætti verða annar og þriðji riðill. Þátturinn með Suðurlandi verður á dagskrá 29.mars.
4.riðill verður svo á Egilsstöðum 17.mars Sjá meira á www.skolahreysti.is
STARFSDAGUR – VIÐTÖL – SKÓLAVIST
– Mánudaginn 21. febrúar verður starfsdagur hjá kennurum og frí hjá nemendum, vegna námsmat sem stendur yfir í þessari viku.
– Þriðjudaginn 22. febrúar er kennsla til hádegis, en nemendasamningaviðtöl hefjast kl. 12:20, skv. fundaboðum sem fóru í töskupóst 17/2.
– Miðvikudagur 23. febrúar er viðtaladagur skv. fundaboðum og engin kennsla.
Skólavistin Stjörnusteinar er opin kl. 8-17 mánudag og miðvikudag og kl. 12:20-17 þriðjudag.
VORÖNN hefst 24/2 skv. stundaskrá.
Væntanlegir nemendur í heimsókn.
Í dag mánudag 7. febrúar heimsótti elsti árgangur leikskólanema í Æsukoti og Brimveri, skólann. Hér var á ferðinni fríður hópur duglegra barna sem setjast munu á skólabekk í Barnaskólanum næsta haust, níu að tölu.
Leikskólanemendur í heimsókn Read More »