Fréttir

Skólavaka á Stokkseyri

Næstkomandi miðvikudag, 15. október, fer fram skólavaka í húsnæði BES á Stokkseyri. Dagskráin hefst kl 17:00 og stendur til kl. 18:30. Á dagskrá verður kynning á skólastarfinu og öllu sem því tengist. Til þess að krydda dagskrána verður bryddað upp á upplestri og tónlist. Í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð munu nemendur og foreldrar 10. bekkjar selja […]

Skólavaka á Stokkseyri Read More »

Útivistardagur fimmtudaginn 9. október

Fimmtudaginn 9. október er útivistardagurinn 2014. Að þessu sinni verður hann haldinn á Þrastarskógi þar sem nemendur yngra stigs takast á við ýmsar þrautir. Nemendur unglingastigs verða í stöðvavinnu í nærumhverfi skólans á Eyrarbakka. Nemendur mæta hér í skólann á venjulegum tíma, fá sér graut og leggja síðan af stað kl. 08.30.Eins og nafn dagsins

Útivistardagur fimmtudaginn 9. október Read More »

Kennaraþing 2. – 3. október

Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Hellu  fimmtudaginn 2. október og föstudaginn 3. október. Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda: Fimmtudaginn  2. október lýkur skólastarfi 13:15. Föstudaginn 3. október  fellur skóli niður vegna haustþingsins. Skólavistin verður opin frá kl. 07.45-17:00 fyrir skráð börn  föstudaginn 03.10.2014 Skólastjóri

Kennaraþing 2. – 3. október Read More »

Skólavökur – skólakynningar

Á næstunni eru fyrirhugaðar skólavökur, einskonar skólakynningar á Eyrabakka og Stokkseyri. Kynning á skólastarfinu á Eyrabakka fer fram miðvikudaginn 1. október kl. 17:30 – 19:00 í húsnæði skólans. Foreldrum, forráðamönnum og fjölskyldum nemenda er boðið á kynninguna, þar sem skólastarfið er kynnt í bland við hljóðfæraleik og söng. Nemendur og foreldrar 10. bekkja munu selja súpu

Skólavökur – skólakynningar Read More »

Boðað til fundar með foreldrum og forráðamönum 9. og 10. bekkinga

Fimmtudaginn 28. ágúst n.k. er boðað til foreldrafundar í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 17:30-18:30. Fundarefni eru tvö:   1. Sameiginleg kennsla og umsjón 9. og 10. bekkja. 2. Fundur með foreldrum/forráðamönnum 10. bekkinga um fyrirhugaða útskrifta-/vorferð.   Fundurinn er eingöngu fyrir foreldra eða forráðamenn.   Með von um góða mætingu, Skólastjórnendur

Boðað til fundar með foreldrum og forráðamönum 9. og 10. bekkinga Read More »

Kynningadagar á Eyrarbakka

Mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. ágúst verða óhefðbundnir dagar í skólanum á Eyrarbakka. Nemendur mæta í skólann kl. 8:15 í umsjón en munu svo sækja fyrirlesta og kynningasmiðjur á mismunandi þáttum skólastarfsins í vetur. Um er að ræða smiðjur s.s. hópefli, námstækni, félagsmál o.fl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. ágúst. Sjáumst hress á mánudaginn, Stjórnendur

Kynningadagar á Eyrarbakka Read More »