Fréttir

Enginn skóli í dag – No school today

Þar sem enn er ófært innan Eyrarbakka og Stokkseyrar þá geta skólabílar ekki keyrt og starfsfólk kemst ekki til vinnu. Auk þess er gul viðvörun og varhugavert að keyra stórar bifreiðar í hálku og vindi.  Við blásum því skólahald af í dag að höfðu samráði við skólaskrifstofu og GTS. Litlu jólin munu verða haldin strax […]

Enginn skóli í dag – No school today Read More »

Vel heppnuð jólapeysusmiðja í BES

Jólapeysu/flíkurgerð BES og nágrennis Jólapeysur og jólapeysudagar hafa valdið spennu hjá nemendum BES um langa hríð.  Sumir eru spenntir yfir því að fá að koma í peysunum/sokkunum/húfunum sínum, en aðrir eru kvíðnir vegna þess að ekki eru til peningar fyrir svona flík.  Hvað er til ráða svo að allir geti verið með á þessum dögum? 

Vel heppnuð jólapeysusmiðja í BES Read More »

170 ára afmælishátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Í dag var 170 ára afmælishátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í tilefni afmælisins 25. október 2022. Samkoman var vel sótt af fólkinu í samfélaginu og starfsmenn skólans eru í skýjunum með daginn.   Dagskráin var vegleg þar sem m.a. forseti Íslands ávarpaði samkomuna, bæjarstjóri Árborgar og fleiri góðir gestir. Boðið var uppá tónlistaratriði frá

170 ára afmælishátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Read More »

Slysavarnardeildin Björg Eyrarbakka færir skólanum gjöf

Halla Guðlaug Emilsdóttir og Drífa Pálín Geirsdóttir, stjórnarkonur í slysavarnardeildinni Björg Eyrarbakka komu færandi hendi í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag og færðu skólanum hjartastuðtæki, á báðar starfsstöðvar skólans, fyrir hönd deildarinnar. Þessi gjöf skiptir skólann miklu máli og við erum þakklát fyrir velvilja og umhyggju nærsamfélagsins við skólann. Stjórnendur, starfsfólk og nemendur

Slysavarnardeildin Björg Eyrarbakka færir skólanum gjöf Read More »

Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 2022-2023

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir þriðjudaginn 23. ágúst 2022. Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 09:00 Nemendur í 2.- 6. bekk, f. 2015, 2014, 2013, 2012 og 2011 Kl. 11:00 Nemendur í 7. -10. bekk, f. 2010, 2009,

Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 2022-2023 Read More »

Sumarkveðja

Um leið og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakkar nemendum, forráðamönnum og nærumhverfi samstarfið og samveruna á liðnu skólaári óskum við öllum gleðilegs sumars. Skrifstofa skólans opnar að loknum sumarleyfum þriðjudaginn 2. ágúst. Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Sumarkveðja Read More »