Fréttasafn
Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri
Kraftmikil skólabyrjun
Það er óhætt að segja að skólastarf hafi byrjað af fullum krafti nú fyrstu daga skólaársins 2021-2022. Nemendur og starfsmenn hristu sig saman í leikjum og forvitnisgöngum um nærumhverfi og morgunsöngurinn fór af stað með glæsbrag.
Lesa Meira >>Bólusetning við COVID-19 fyrir nemendur í 7.-10. bekk
Nú í ágúst verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Bólusett verður þann 18. ágúst nk. í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi kl. 19:30 Forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja […]
Lesa Meira >>Skólasetning fyrir skólaárið 2021-2022
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri þriðjudaginn 24. ágúst 2021. Einn forráðamaður er heimilaður með hverjum nemanda. Kl. 09:00 Nemendur í 2.- 6. bekk, f. 2014 – […]
Lesa Meira >>Sumarleyfi og breytingar á stundatöflum næsta skólaárs
Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eru komir í sumarleyfi. Skrifstofa skólans opnar þriðjudaginn 3. ágúst. Símenntunardagar kennara hefjast 11. ágúst og starfsdagar hefjast 16. ágúst. Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst. Á næsta skólaári verða gerðar breytingar á stundatöflum á […]
Lesa Meira >>Frábærir vordagar í BES
Vordagarnir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri voru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir. Margt fróðlegt og skemmtilegt var brallað, nemendaferð var farin á Þingvelli, Alviðra heimsótt, sund á Borg í Grímsnesi, hjólreiðaferðir farnar, umhverfisdagur með ruslatínslu, kayaksigling, íþrótta- og leikjadagur og […]
Lesa Meira >>Yfirlýsing vegna viðurkenninga til nemenda á skólaslitum grunnskóla
Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar harma mistök sem urðu við verðlaunaafhendingu á skólaslitum í sveitarfélaginu. Farið verður yfir framkvæmd skólaslita allra grunnskólanna á samstarfsvettvangi skólastjóra og sviðsstjóra með það að markmiði að fyrirbyggja slík […]
Lesa Meira >>Skólaslit við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri 9. júní 2021
Skólaslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fara fram miðvikudaginn 9. júní n.k. Í ár fara skólaslitin fara fram í þrennu lagi, sem hér segir: Skólaslit 1. -6. bekkja 09:00 Skólaslit 1. – 6. bekkja í sal skólans á Stokkseyri. Einum forráðamanni er heimilt að koma með hverjum nemanda […]
Lesa Meira >>Skipulag vordaga
Mánudaginn 31. maí verður starfsdagur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og engin kennsla af þeim sökum. Hefðbundin kennsla verður 1. og 2. júní en í kjölfarið verða uppbrotsdagar. Dagskrá þeirra má sjá hér að neðan: Vordagskrá 2021 – skipulag yngra stigs […]
Lesa Meira >>BES í Skólahreysti, söngvarakeppni Samfés og Skjálftanum
Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið iðnir síðustu daga við allskyns þáttöku í hinum ýmsu viðburðum. Elín Karlsdóttir, nemandi í 10. bekk Barnaskólans, tók þátt í söngvakeppni Samfés en hún sigraði forkeppni Zelsíuz fyrr í vetur. Lið BES […]
Lesa Meira >>Vel heppnuð árshátíð yngra stigs
Á dögunum fór árshátíð miðstigs fram. Í tvígang þurftum við að fresta árshátíðinni vegna Covid aðstæðna en í þriðja skiptið tókst það. Árshátíðin var með óvenjulegu sniði, engir gestir leyfðir og öll umgjörð með látlausu sniði. Engu að síður fór […]
Lesa Meira >>Skólastarf hefst á ný á morgun – fimmtudag
Kæru foreldrar/forráðamenn. Það gleður okkur að segja frá því að blessunarlega fundust engin smit úr skimun gærdagsins meðal starfsmanna. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um smit nemenda. Þetta þýðir að skólastarf fer af stað á nýjan leik á morgun, fimmtudaginn […]
Lesa Meira >>Skólastarf fellur niður miðvikudaginn 28. apríl
Kæru foreldrar og forráðamenn. Að höfðu samráði við smitrakningarteymi og bæjaryfirvöld í Árborg hefur ákvörðun verið tekin um að fella skólastarf niður á morgun, miðvikudaginn 28. apríl. Þetta gildir um bæði yngra og eldra stig og einnig um Stjörnusteina frístund. Þar […]
Lesa Meira >>