Fréttasafn

Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri

Leikja- og spilakvöld nemendaráðs þriðjudagskvöldið 29. sept.

28. september 2015

Á morgun, þriðjudaginn 29. september, heldur nemendaráð leikja-og spilakvöld í skólanum á Eyrarbakka fyrir ungingastigið frá kl. 19:30-22:00. Pizza og gos til sölu (500 kr tvær sneiðar og gosglas). F.h. nemendaráðs Haukur Gíslason, umsjónarmaður félagsmála ungingastigs BES

Lesa Meira >>

Kennaraþing KS 2. október

28. september 2015

Hið árlega kennaraþing Kennarasambands Suðurlands fer fram föstudaginn 2. október næstkomandi. Af þeim sökum fellur skólahald niður þann dag. Skóladagvistun Stjörnusteinum verður opin föstudaginn 2. október.

Lesa Meira >>

Útivistardagur 30. september

28. september 2015

Miðvikudaginn 30. september fer útivistardagur BES fram á Stokkseyri. Nemendur mæta kl 8:15 og sinna hefðbundnu námi fyrstu tvo tíma dagsins en fara svo í blandaða nemendahópa 1. – 10. bekkja og leysa þrautir og verkefni tengt verkefninu Lesið í […]

Lesa Meira >>

Náttúruskólinn BES

28. september 2015

Ein af framtíðarsýnum skólastarfs við ströndina er að hér verði landsins gæði og aðstæður nýttar enn frekar til náms en tíðkast hefur. Þess vegna starfar fagteymi við skólan sem undirbýr og eflir þessa hugsjón, með það markmiði að hér verði […]

Lesa Meira >>

21.-25. september – Samræmd könnunarpróf

25. september 2015

Dagana 21. – 25. september verða samræmd könnunarpróf í skólanum.

Lesa Meira >>

Samræmd könnunarpróf dagana 21.-25. september

16. september 2015

Nemendur 4., 7. og 10. bekkja munu þreyta samræmd könnunarpróf vikuna 21.-25. september n.k. Könnunarprófin verða sem hér segir: Dagsetningar samræmdra könnunarprófa haustið 2015: 10. bekkur Íslenska mánudagur 21. sept. kl. 09:00 – 12:00 Enska þriðjudagur 22. sept. kl. 09:00 […]

Lesa Meira >>

23. sept. Foreldrafundur 10. bekkinga kl. 17:30

16. september 2015
Lesa Meira >>

Afreksfólk í íþróttum við BES

14. september 2015

Nemendur Barnaskólans eru upp til hópa hæfileikaríkir einstaklingar sem láta víða að sér kveða. Um helgina ver einn þeirra, Jóhanna Elín Halldórsdóttir í 4. bekk, valin besti knattspyrnumaður á yngra ári í 6. flokki stúlkna á lokahófi Knattspyrnudeildar Selfoss! Glæsilegt […]

Lesa Meira >>

8. september – Dagur læsis

8. september 2015
Lesa Meira >>

8. september – Lopapeysudagur á unglingastigi

8. september 2015
Lesa Meira >>

Námskeið kennara miðvikudaginn 9. september

7. september 2015

Næstkomandi miðvikudag 9. september munum við blása til námskeiðs með öllum kennurum í Árborg.  Námskeiðið fjallar um foreldrasamstarf og hvernig eigi að byggja upp gott og nútímalegt samstarf milli heimila og skóla. Við munum hefja námaskeiðið kl. 13:00 og því falla […]

Lesa Meira >>

Þriðji bekkur í útikennslu

7. september 2015

Þriðji bekkur lærði um skynfærin fimm og hvaða hluta líkamans við notum til þess að skynja umhverfi okkarí nýliðinni viku. Við gerðum ýmsar tilraunir og fórum í leik þar sem skynfæri var parað við líkamshluta. Að lokum átti hvert par […]

Lesa Meira >>