Páskafrí
Páskafrí hefst laugardaginn 31. mars og endar mánudaginn 9. apríl. Nemendur mæti samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 10. apríl.
Árshátíð
Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri á morgun fimmtudaginn 29. mars. Hátíðin hefst kl. 14:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan kaffiveitingum að henni lokinni.
Stóra upplestrarkeppnin 13.03 2012
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í gær í Vallarskóla. Tveir keppendur kepptu fyrir BES en það voru þær Halla Magnúsdóttir og Þórdís Ívarsdóttir. Stóðu þær sig mjög vel og voru skólanum sínum til sóma. Svo jöfn var keppnin að dómnefnd var afar lengi að störfum. En þegar úrslit lágu fyrir kom í ljós að Þórunn Ösp […]
Starfsdagur og foreldraviðtöl
Nú eru annarskil að koma og að venju hefur það ákveðnar breytingar í för með sér. Námsmat hefur verið undanfarna daga í 1. – 6. bekk. Dagana 17, 20 og 21. febrúar verða próf í 7 – 10. bekk. Starfsdagur verður í skólanum miðvikudaginn 22. febrúar og foreldraviðtöl verða fimmtudaginn 23. febrúar. Öll foreldraviðtöl verða […]
Lífshlaupið
BES tekur þátt í Lífshlaupinu Lífshlaupið 2012 byrjaði miðvikudaginn 1. febrúar en BES tekur þátt í hvatningarleik grunnskólanna að þessu sinni. Lífshlaupið er eins konar keppni á milli grunnskóla landsins í því hvaða skóli hreyfir sig hlutfallslega mest. Þetta verkefni á að virka sem hvatning fyrir börnin til þess að hreyfa sig en til þess að […]