Jólagluggi BES opnaður í dag
Nemendur Barnaskólans tóku þátt í verkefninu um jólaglugga Árborgar í dag. Einn af gluggum byggingarinnar á Stokkseyri var skreyttur með mörgum snjóköllum sem mynda ramma utan um stafinn „S“- skemmtileg viðbót í skólastarfið og sífellt jólalegra hjá okkur í skólunum við ströndina.
Skólahald 8. desember
Tilkynning um skólahald 8. des! Skólinn er opinn í dag en skólaakstur fellur niður. Foreldrar eru beðnir um að fylgja sínum börnum í skólann. Ef veður breytist ekki er mikilvægt að þau verði sótt í skólann í dag! Skólastjórnendur
Breyting á skólahaldi 7. desember vegna veðurútlits
Skólahaldi BES lýkur kl. 12.00 í dag vegna versnandi veðurútlits. Akstur heim verður kl. 12.00 og munu nemendur borða áður en þau fara heim. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með heimkomu barna sinna. Engin skólavist verður í Stjörnusteinum í dag. Vegna vondrar veðurspár í fyrramálið bið ég forráðamenn að fylgjast með pósti, útvarpi og […]
Krufning í vísindavali
Nemendur í vísindavali hafa nú síðastliðnar tvær viku unnið að undirbúningi krufningar með því að þýða ensk hugtök á líffærakerfi yfir á íslensku. Þau hafa skipst á að fletta upp í orðabókum og notað til þess samvinnurýmið í bókastofunni á Eyrarbakka. Föstudaginn 27. nóvember fengu nemendur síðan að kryfja mýs sem voru fengnar frá tilraunastofu […]
Fréttasnepillinn endurvakinn
Fyrir nokkrum árum var fréttasnepill BES gefinn út nokkrum sinnum á ári. Nú höfum við endurvakið þessa útgáfu sem lið í því að auka frétta- og upplýsingaflæði frá skólanum. Fréttasnepillinn hefur verið sendur í Mentor til foreldra og einnig og finn á heimasíðunni undir Fréttum og tilkynningum.