Skipulag vordaga
Mánudaginn 31. maí verður starfsdagur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og engin kennsla af þeim sökum. Hefðbundin kennsla verður 1. og 2. júní en í kjölfarið verða uppbrotsdagar. Dagskrá þeirra má sjá hér að neðan: Vordagskrá 2021 – skipulag yngra stigs Fimmtudagurinn 3. júní – Ferða- og forvitnidagurinn 08:15 Bekkjarfundur í umsjónarstofu. 08:35 Nemendur yngra stigs fara í vettvangsferð á Þingvelli. Markmið ferðarinnar er m.a. kynning á íslenskri náttúru og landmótun, Íslandssaga, félagsfærni með leikjum og samveru. 09:45 Ávaxtastund og leikir 10:45 Heimsókn […]