Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir

Ný reglugerð vegna heimsfaraldurs

Heilbrigðis-, mennta-, og menningarmálaráðuneyti hafa gefið út nýja reglugerð vegna heimsfaraldurs. Gildistíminn er frá 1. apríl 2021 til 15. apríl 2021. Reglugerðina er að finna á þessari slóð: Stjórnarráðið | COVID-19: Skólastarf eftir páska (stjornarradid.is)  Samkvæmt reglugerðinni getum við hafið skólastarf þriðjudaginn 6. apríl, eins og ráð var gert fyrir. Helstu takmarkanir verða þessar: Nemendur […]

Ný reglugerð vegna heimsfaraldurs Read More »

Snemmbúið páskaleyfi vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra gaf út tilskipun í dag þess efnis að grunnskólum landsins skuli lokað frá og með deginum í dag og til 1. apríl vegna nýrrar stöðu í útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þetta þýðir að nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fara í páskaleyfi frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021. Kennarar skólans stunda fjarvinnu að heiman

Snemmbúið páskaleyfi vegna Covid-19 Read More »

Árshátíðir og páskaleyfi

Upp er runnin árshátíðarvika. Árshátíð eldra stigs er fimmtudaginn 25. mars og árshátíð yngra stigs er á dagskrá föstudaginn 26. mars og . Fjöldatakmarkanir og fjarlægðartakmarkanir gera það að verkum að við getum ekki boðið foreldrum eða öðrum áhorfendum á árshátíðinar. Nemendur og starfsfólk yngra stigs BES verða því einu áhorfendurnir. Við munum reyna að

Árshátíðir og páskaleyfi Read More »

Dans fyrir alla í heimsókn

Á dögunum fengu nemendur í 8. – 10. bekk heimsókn frá þeim Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur hjá Dans fyrir alla. Dans fyrir alla er samstarfsaðili Skjálfta sem er verkefni sem er að fara af stað í fyrsta skipti í öllum skólum Árnessýslu undir dyggri handleiðslu Ásu Berglindar Hjálmarsdóttir. Skjálfti er hæfileikakeppni milli skóla

Dans fyrir alla í heimsókn Read More »

Barnaskólinn sem Erasmus+ skóli

Síðastliðið haust auglýsti Rannís, sem er landsskrifstofa Erasmus+ á Íslandi,  eftir umsóknum í nýtt verkefni sem kallast Erasmus+ skóli. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri sótti um að vilja efla sig á fimm sviðum með aðstoðar Evrópusamstarfs. Sviðin fimm eru umhverfismennt, heilsueflandi skóli, teymiskennsla, stafræn menntun og menntun fyrir alla. Umsóknin var unnin af Sigríði Pálsdóttur

Barnaskólinn sem Erasmus+ skóli Read More »

Þingstörf í skóla

Nú fyrir stuttu voru nemendur unglingadeildar Barnaskólans að klára mjög áhugavert verkefni tengt þemanu lýðræði. Nemendur byrjuðu á því að “kjósa” sig í flokka. Í boði voru 6 flokkar sem hver um sig var með þrjú aðalatriði sem flokkurinn lagði áherslur á (sem dæmi: Viðskipti, Náttúra og Heilsa). Svo þegar nemendur voru flokksbundnir átti flokkurin að

Þingstörf í skóla Read More »

LOPI sýnir Perfect

Leikhópurinn LOPI, sem er leikhópur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sýnir þessa dagana leikverkið Perfect eftir Hlín Agnarsdóttur. Alls taka sextán leikarar og tæknimenn þátt í sýningunni  sem hefur verið í undirbúningi síðustu vikur. Verkið er ádeila á raunveruleikaþætti og ferst leikurum listavel úr hendi að skila þeirri ádeilu. Leikstjóri sýningarinnar er Magnús J. Magnússon,

LOPI sýnir Perfect Read More »

Foreldraviðtöl og starfsdagur

Kæru foreldrar og forráðamenn. Fimmtudaginn 4. febrúar næstkomandi er starfsdagur í skólanum og föstudaginn 5. febrúar eru nemenda- og foreldraviðtöl. Þá fellur kennsla niður og boðað verður til viðtala um námsárangur nemenda. Viðtölin fara að þessu sinni fram með rafrænum hætti, boðið er upp á viðtöl í forritinu Teams eða símaviðtöl. Opnað hefur verið fyrir skráningu.

Foreldraviðtöl og starfsdagur Read More »