Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir

Góð gjöf til grunnskóla Árborgar

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í skólann okkar í morgun.  Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.  Skák er vel til þess fallin að þroska gagnrýna hugsun og krefst þess að skákmaðurinn ígrundi hvern leik og hugsi hverja skákfléttu til enda. Við þökkum […]

Góð gjöf til grunnskóla Árborgar Read More »

Norræna skólahlaupið 2013

Miðvikudaginn 30. október n.k. ætla nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupið verður kl. 12:35 á Stokkseyri, 1.-5. bekkur hleypur 2,5 km. og 6.-10. bekkur 5 km. Mælst er til þess að börnin mæti í góðum skóbúnaði til hlaupa og í þægilegum fötum til hreyfingar.   ___________________________________________________________ Um

Norræna skólahlaupið 2013 Read More »

Útivistardagur BES og haustþing kennara

Fimmtudaginn 3. október er útivistardagurinn 2013.  Að þessu sinni verður hann haldinn á Stokkseyri.  Allir Stokkseyringar koma í skólann á Stokkseyri og Eyrbekkingar taka rútuna frá Eyrarbakka sem fer hringinn á Eyrarbakka og fer rútan frá skólanum kl. 8:15 Eins og nafn dagsins gefur til kynna verða nemendur úti og eru þeir beðnir að klæða sig

Útivistardagur BES og haustþing kennara Read More »

Samræmd könnunarpróf 2013

Í næstu viku verða lögð fyrir samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk. Auk þess verður lesskimun lögð fyrir 4.bekk.  Börnin mæta í skólann kl. 8:15 en prófin byrja öll kl. 9:00.    mánudaginn 23. september, íslenska í 10.bekk þriðjudaginn 24. september, enska í 10. bekk miðvikudaginn 25. september, stærðfræði í 10. bekk fimmtudaginn 26. september, íslenska

Samræmd könnunarpróf 2013 Read More »