Fréttir

Skólastarf hefst á ný á morgun – fimmtudag

Kæru foreldrar/forráðamenn. Það gleður okkur að segja frá því að blessunarlega fundust engin smit úr skimun gærdagsins meðal starfsmanna. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um smit nemenda. Þetta þýðir að skólastarf fer af stað á nýjan leik á morgun, fimmtudaginn 29. apríl og verður unnið út frá gildandi reglum um sóttvarnir í grunnskólastarfi. Vegna skerðingarinnar […]

Skólastarf hefst á ný á morgun – fimmtudag Read More »

Skólastarf fellur niður miðvikudaginn 28. apríl

Kæru foreldrar og forráðamenn. Að höfðu samráði við smitrakningarteymi og bæjaryfirvöld í Árborg hefur ákvörðun verið tekin um að fella skólastarf niður á morgun, miðvikudaginn 28. apríl. Þetta gildir um bæði yngra og eldra stig og einnig um Stjörnusteina frístund. Þar sem niðurstöður úr sýnatökum dagsins verða ekki allar ljósar fyrr en á morgun teljum við

Skólastarf fellur niður miðvikudaginn 28. apríl Read More »

Færri í sóttkví – skólastarf fellur niður á yngra stigi á morgun þriðjudag

Að höfðu samráði við rakningateymi og eftir nánari athugun á eðli mála vegna smits við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri eru einungis 7 starfsmenn og  15 nemendur í 1. – 4. bekk í sóttkví ásamt sínum fjölskyldum. Aðrir stafsmenn og nemendur 2. -6. bekkja eru ekki í sóttkví. Hins vegar óskum við stjórnendur BES eftir

Færri í sóttkví – skólastarf fellur niður á yngra stigi á morgun þriðjudag Read More »

Leiðbeiningar vegna sýnatöku og fleira tengt líðan barna

Sæl og blessuð kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-6. bekk Nú þegar allir nemendur í 1.-6.bekk þurfa að fara í sýnatöku á þriðjudaginn þá er mikilvægt að huga að líðan þeirra og útskýra vel fyrir þeim hvernig þetta fer fram þannig börnin viti við hverju er að búast. Það er algengt að börn kvíði

Leiðbeiningar vegna sýnatöku og fleira tengt líðan barna Read More »

Staðfest Covid-19 smit í Barnaskólanum

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri (bréf sent á forráðamenn í Mentor sunnudagskvöldið 25. apríl 2021). Nemandi við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur greinst með Covid-19. Nemandinn var síðast í skólanum þriðjudaginn 20. apríl en var ekki greindur með Covid fyrr en í gær, laugardaginn 24. apríl. Þetta þýðir að  það

Staðfest Covid-19 smit í Barnaskólanum Read More »

Skólastarf fellur niður miðvikudaginn 21. apríl

Vegna breytinga á stofnlögnum við Eyrarveg/Víkurheiði verður kaldavatnslaust á Eyrarbakka og Stokkseyri á morgun, miðvikudaginn 21. apríl. Af þessum sökum þurfum við að fella niður skólastarf við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri á morgun. Frístundin Stjörnusteinar verður einnig lokuð á morgun vegna þessa. Ekki verður unnt að sinna sóttvörnum né öðrum mikilvægum þáttum í skólastarfi

Skólastarf fellur niður miðvikudaginn 21. apríl Read More »

Barnaskólinn lítur sér nær

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fékk á dögunum styrk frá Sprotasjóði fyrir skólaárið 2021 –2022. Verkefnið heitir BES lítur sér nær og snýr að samvinnu við nærsamfélagið á breiðum grundvelli. Markmið verkefnis er að efla samskipti, samhyggð og samvinnu meðal nemenda, kennara, foreldra og annarra í þorpunum þar sem skólinn starfar.  Einnig að efla og styrkja samstarf

Barnaskólinn lítur sér nær Read More »

Árshátíðir, Blár dagur og sparinesti

Árshátíðum yngra  og eldra stigs var frestað í skyndi fyrir páska vegna reglugerðar um takmarkanir á skólahaldi. Við höfum ákveðið að taka ekki ákvörðun um hvenær þær fara fram fyrr en búið verður að gefa út nýja reglugerð varðandi Covid. Föstudaginn 9. apríl næstkomandi er dagur einhverfunnar. Við mælumst til þess að nemendur og starfsfólk

Árshátíðir, Blár dagur og sparinesti Read More »