Fréttir

Fánadagur íslenskunnar





Í skólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri er hátíðardagskrá í tilefni dagsins.
Dagskrá hófst með ávarpi skólastjórnenda. Í framhaldi héldu nemendur í heimastofur og tóku til við bókagerð þar sem hver bók inniheldur a.m.k. eitt frumsamið ljóð eða sögu, ljóð eftir íslenskan höfund, myndir og skreytingar.
Eldri nemendur á Eyrarbakka heimsóttu nemendur á Stokkseyri og lásu fyrir þá ljóð og sögur. Dagskráin endar síðan með því að nemendur horfa á islenska kvikmynd.

________________________________________________________________

Fánadagur íslenskunnar Read More »

Annaskil


Kæru foreldrar/ forráðamenn
Nú líður að annaskilum hjá okkur. Vegna þeirra verður starfsdagur kennara mánudaginn 14. nóvember nk. og nemendur mæta því ekki í skólann þann dag.
Þriðjudaginn 15. nóvember verða viðtöl við foreldra og nemendur vegna námsmatsins og þess sem framundan er.  Öll viðtöl fara fram í skólanum á Stokkseyri.
Skólavistin Stjörnusteinar verður opin frá 8:00 – 17:00 báða dagana.
Miðönn með hefðbundinni  kennslu hefst síðan miðvikudaginn 16. nóvember.


Kv., –
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

________________________________________________

Annaskil Read More »

Olladagar


Þriðjudaginn 25. okt. til föstudagsins 28. okt. er Olweusarvika í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Verkefni vikunnar er að vinna með einkunnarorð skólans  –



Jákvæðni     Metnaður      Virðing      Heiðarleiki




Þriðjudagur
Jákvæðnidagurinn. Bekkurinn ræðir saman um einkunnarorð skólans og fer yfir hvað þau merkja og hvað er hægt að gera til þess að vinna eftir þeim. Fókusinn í dag er á jákvæðni. Tala einnig um hvernig jákvæðni tengjast einelti eða baráttu gegn því.

Olladagar Read More »

Prófavika 19.09 – 23.09

Samræmd könnunarpróf verða í BES dagana 19.09 – 23.09 sem hér segir:


10. bekkur


Mán. 19.09             ÍSLENSKA    


Þri.     20.09            ENSKA


Mið.   21.09            STÆRÐFRÆÐI


Nemendur mæta í skólann á venjulegum tima þessa daga og hafa með sér þau gögn sem vera ber.


4. og 7. Bekkur


Fim.    22.09            ÍSLENSKA


Fös.    23.09            STÆRÐFRÆÐI


Nemendur mæta í skólann á venjulegum tima þessa daga og hafa með sér þau gögn sem vera ber.

Nemendur eru hvattir til að vanda undirbúning og mæta vel undirbúin í prófin.

Gangi ykkur vel!

Starfsmenn BES

Prófavika 19.09 – 23.09 Read More »

Námsefniskynningar

Námsefniskynningar fyrir foreldra


Námsefniskynningar fara fram sem hér segir:


Á Stokkseyri næstkomandi fimmtudag 15. sept. kl. 8:20. Nemendur eiga að mæta í skólann á sama tíma og vanalega. Verður boðið upp á hafragraut þegar þeir mæta og síðan er útivist  meðan á kynningum stendur. Hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá hefst að loknum kynningum.


Á Eyrarbakka verða námsefniskynningar fyrir 7.-9. bekk föstudaginn 16. sept. kl. 8:20. Þar verður einnig boðið upp á graut þegar nemendur mæta og síðan er útivist þar til kynningum lýkur. Að loknum kynningum verður kennsla samkvæmt stundaskrá.


Reiknað er með að kynningum sé lokið á báðum stöðum kl. 9


Stjórnendur og kennarar
_______________________________________________________

Námsefniskynningar Read More »