Fréttir

Þingstörf í skóla

Nú fyrir stuttu voru nemendur unglingadeildar Barnaskólans að klára mjög áhugavert verkefni tengt þemanu lýðræði. Nemendur byrjuðu á því að “kjósa” sig í flokka. Í boði voru 6 flokkar sem hver um sig var með þrjú aðalatriði sem flokkurinn lagði áherslur á (sem dæmi: Viðskipti, Náttúra og Heilsa). Svo þegar nemendur voru flokksbundnir átti flokkurin að […]

Þingstörf í skóla Read More »

LOPI sýnir Perfect

Leikhópurinn LOPI, sem er leikhópur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sýnir þessa dagana leikverkið Perfect eftir Hlín Agnarsdóttur. Alls taka sextán leikarar og tæknimenn þátt í sýningunni  sem hefur verið í undirbúningi síðustu vikur. Verkið er ádeila á raunveruleikaþætti og ferst leikurum listavel úr hendi að skila þeirri ádeilu. Leikstjóri sýningarinnar er Magnús J. Magnússon,

LOPI sýnir Perfect Read More »

Foreldraviðtöl og starfsdagur

Kæru foreldrar og forráðamenn. Fimmtudaginn 4. febrúar næstkomandi er starfsdagur í skólanum og föstudaginn 5. febrúar eru nemenda- og foreldraviðtöl. Þá fellur kennsla niður og boðað verður til viðtala um námsárangur nemenda. Viðtölin fara að þessu sinni fram með rafrænum hætti, boðið er upp á viðtöl í forritinu Teams eða símaviðtöl. Opnað hefur verið fyrir skráningu.

Foreldraviðtöl og starfsdagur Read More »

Tannverndarvika 1. – 5. febrúar

Dagana 1. -5. febrúar 2021 er tannnverndarvika hjá embætti Landlæknis. Í ár er áherslan á hvernig orkudrykkir hafa slæm áhrif á glerungseyðingu. Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi. Mikil neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsins sem eyðist og myndast ekki aftur. Orkudrykkir innihalda koffín sem er

Tannverndarvika 1. – 5. febrúar Read More »

Sæmundur Sykurpúði í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk Barnaskólans hafa verðið að semja bekkjarsöng með það markmið að æfa endarím, þroska hljóðvitund og efla bekkjaranda. Hugmyndin kemur frá umsjónarkennara bekkjarins, Gunnari Geir Gunnlaugssyni. Nemendur lögðu til hugmyndir um persónueinkenni, útlit og sögu um atvik sem varð til þess að persónan Sæmundur sykurpúði varð til. Sæmundur sykurpúði er með súkkulaði

Sæmundur Sykurpúði í 2. bekk Read More »

Betri svefn – fræðsla fyrir foreldra

Þriðjudagskvöldið 12. janúar næstkomandi býður Forvarnarteymi Árborg í samstarfi við SAMBORG upp á fræðsluna hennar Erlu Björnsdóttur sem ber yfirheitið Betri Svefn. Í fyrirlestri sínum mun Erla tala almennt um svefn og mikilvægi hans, svefnþörf á mismunandi aldri, tala um þætti sem hafa áhrif á svefn og svefnleysi og gefa góð ráð fyrir bættan nætursvefn.

Betri svefn – fræðsla fyrir foreldra Read More »

Skóli hefst á ný að loknu jólaleyfi 5. janúar

Frá og með þriðjudeginum 5. janúar næstkomandi tekur gildi ný reglugerð er varðar skólastarf með takmörkunum vegna heimsfaraldurs. Sú reglugerð gerir okkur kleift að taka upp skólastarf nær óskert frá fyrsta skipulagi skólaársins. Einungis eru settar hömlur á  fjölda starfsmanna í rýmum en nemendur geta stundað sitt nám án takmarkanna. Helstu ákvæði  reglugerðarinnar er varða

Skóli hefst á ný að loknu jólaleyfi 5. janúar Read More »

Nemendur Barnaskólans styrkja sjóðinn góða

Nemendur í 9. og 10. bekk Barnaskólans ákváðu á dögunum að styrkja Sjóðinn góða og birtist frétt um það í Dagskránni 22. desember. Efni fréttarinnar er hér að neðan og  hlekkur á sjálfa fréttina fyrir neðan textann: Sjóðnum góða barst heilmikill liðsstyrkur frá nemendum í 9. bekk Barnaskólans á Stokkseyri og Eyrarbakka. Nemendurnir ákváðu að

Nemendur Barnaskólans styrkja sjóðinn góða Read More »