Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir

Fulltrúar BES á Stóru upplestrarkeppninni

Á dögunum fór fram undankeppni nemenda 7. bekkjar BES fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Grunnskólanum í Hveragerði 10. mars næstkomandi. Nemendur stóðu sig með prýði í upplestri sínum og átti dómnefndin sem skipuð var þeim Magnúsi skólastjóra, Sigríði kennara og Halldóru kennara erfitt verk fyrir höndum að velja okkar fulltrúa. Þeir sem þóttu […]

Fulltrúar BES á Stóru upplestrarkeppninni Read More »

Miðstig BES sigraði í Allir lesa!

Í síðustu viku bárust þær gleðilegu fréttir að miðstig BES hefði sigrað lestarkeppnina í sínum flokki í Allir lesa, landsleikur í lestri sem staðið hefur yfir á þorranum – til hamingju með það og alveg hreint glæsilegur árangur hjá nemendum miðstigsins. Yngsta stigið var svo í fjórða sæti í sama flokki – sannarlega flottur árangur

Miðstig BES sigraði í Allir lesa! Read More »

Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí

Þriðjudaginn 23. febrúar er verkefnadagur kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, nemendur eru í leyfi þann dag. Miðvikudaginn 24. febrúar er viðtalsdagur á Stokkseyri þar sem nemendur og foreldrar funda með umsjónarkennara um sína námsstöðu. Fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. febrúar er svo vetrarfrí. Skólavistin Stjörnusteinar er opin sem hér segir: Þriðjudag kl. 07:45-16:30

Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí Read More »

112 dagurinn er í dag!

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að almannavörnum. Aðstandendur dagsins fræða almenning um almannavarnir og er sérstök áhersla lögð á að fjalla um viðbúnað og viðbrögð almennings við náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og óveður. Neyðarlínan fagnar einmitt 20 ára afmæli um þessar mundir en 1. janúar

112 dagurinn er í dag! Read More »

Öskudagurinn 2016

Kæru forráðamenn! Miðvikudaginn 10. febrúar, ÖSKUDAGINN, verður ýmislegt til gamans gert hér í skólanum. Kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað örlítið! Að venju verður skóladagurinn  ögn styttri og  lýkur hjá öllum kl. 13.15. Þetta gefur öllum tækifæri til að eiga skemmtilegan dag og ferðast á milli staða og syngja fyrir hina og þessa!  Kær kveðja !

Öskudagurinn 2016 Read More »

Verkefnadagur kennara 18. janúar 2016

Kæru foreldrar og forráðamenn Eins og fram kemur á skóladagatali skólans er verkefnadagur kennara  mánudaginn 18. janúar og er þá frí hjá nemendum.  Skólavistin Stjörnusteinar opnar kl. 07.45 og er opin til kl. 17.00. Eru forráðamenn beðnir um að láta skólavistina vita ef menn ætla  að nýta sér þessa þjónustu. Símar eru 480 3218 / 861 3691

Verkefnadagur kennara 18. janúar 2016 Read More »